Fréttir

Stjórn Minjaverndar

Á aðalfundi Minjaverndar þann 27. maí sl. var gerð sú breyting á samþykktum Minjaverndar að stjórnarmönnum var fækkað úr fimm í þrjá. Tilnefnir því hver hluthafi einn stjórnarmann og einn til vara eftir þá breytingu. Af hálfu ríkis var tilnefndur Þórhallur Arason sem aðalmaður og Sólveig Pétursdóttir sem varamaður. Af hálfu Reykjavíkurborgar var Helena Rós Sigmarsdóttir tilnefnd sem aðalmaður og Guðbrandur Benediktsson sem varamaður. Af hálfu Minja sjálfseignarstofnunar var Þröstur Ólafsson tilnefndur sem aðalmaður og Stefán Friðfinnsson sem varamaður. Þessar tilnefningar voru staðfestar á aðalfundinum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Þröstur Ólafsson kjörinn formaður stjórnar og Þorhallur Arason varaformaður.

Grettisgötuhúsin

Grettisgötuhúsin eru nú bæði seld og búið að afhenda nýjum eigendum húsin. Minjavernd óskar nýjum eigendum til hamingju með þessi glæsilegu hús.

Grettisgötuhúsin

Minjavernd vinnur nú að uppbyggingu á tveim húsum við Grettisgötu. Um er að ræða tvö hús sem áður stóðu í miðbænum annað að Hverfisgötu 61 og hitt að Grettisgötu 17. Nú fá þessi gömlu hús nýtt líf og munu sóma sér vel á Grettisgötunni. Húsin munu fara í sölu haust 2024.

Hegningarhús Veggmyndir

Veggmyndir fundust innanhúss í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Talið er að veggmyndirnar séu frá lok nítjándu aldar.

Yfirlæknishúsið á Vífilsstöðum.

Vífilsstaðaspítali var reistur á árunum 1909 til 1910. Hann var þá ein stærsta bygging á landinu, reist eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar......

Hegningarhús

Framvinda viðgerða á Hegningarhúsi ....

Ólafsdalur

Í Ólafsdal hefur framvinda verið nokkuð stöðug undanfarið ár. Unnið hefur verið að endurbyggingu....

Hegningarhús vinna hafin innanhúss

Minjavernd vinnur nú að endurbótum innanhúss í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.

Hótel Flatey selt

Minjavernd hefur selt Hótel Flatey

Hegningarhús verklok utanhúss

Minjavernd hefur unnið að utanhússviðgerðum á Hegningarhúsinu undanfarið og er að líða að verklokum utanhúss.