Fréttir

Uppbygging í Ólafsdal

Uppbygging fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal er hafin. Unnið hefur verið að endurbótum á aðalbyggingu, mjólkurhúsi, fjósi og skemmu. Eins hefur farið fram fornleifauppgröftur í dalnum. Nýlega var borað eftir heitu vatni í Ólafsdal sem kemur að góðum notum.

Stóra Sel auglýst til sölu

Húsið Stóra Sel við Holtsgötu 41 er komið á sölu hjá Eignamiðlun. Vel heppnaðri endurbyggingu Stóra Sels er lokið og er áhugasömum bent á að hafa samband við Kjartan hjá fasteignasölunni Eignamiðlun.

Friðheimar og bryggjuskúr í Flatey

Minjavernd hefur nú lokið við byggingu tveggja húsa í Flatey á Breiðafirði. Um er að ræða geymsluhús staðsett á ferjubryggju og 7 herbergja nýbyggingu þar sem er snyrting, gott alrými og eldhús. Nýbyggingin hefur hlotið nafnið Friðheimar. Húsin voru reist í tengslum við þann rekstur sem fyrir er í gömlum pakkhúsum félagsins í Flatey.

Lækjargata 10

Undir lok liðins árs seldi Minjavernd húseign sína Lækjargötu 10 í Reykjavík til Íslandshótela hf. Minjavernd keypti húsið af Íslandsbanka árið 2014.

Húsnæði Franska spítalans selt.

Minjavernd hf. seldi undir lok ársins 2018 öll hús sem félagið endurbyggði á Fáskrúðsfirði í tengslum við verkefnið Franski spítalinn. Kaupandinn er félagið Austureignir ehf. en Íslandshótel hf munu áfram reka þar hótel undir nafninu Fosshótel Austfirðir

Litbrigði húsanna

Litbrigði húsanna – saga Minjaverndar hf. Um margra ára bil hefur staðið til að taka saman yfirlit yfir verkefni Minjaverndar hf. Það þykir eðlilegur hluti hvers endurbyggingarverkefnis að taka saman upplýsingar, fróðleik og lýsingu á verkefni.

Nýbyggingar í Flatey

Minjavernd er nú að reisa tvær nýbygginar í Flatey við Breiðafjörð.

Gröndalshús

Sigurður Jónsson járnmiður lét byggja húsið 1882 að Vesturgötu 16 b og hafði járnsmiðju sína í austurhluta neðri hæðar hússins.

Gamla Apótekið, endurbyggingu lokið.

Minjavernd hefur nú lokið við endurbyggingu Gamla Apóteksins. Verkinu lauk í ágúst 2017. Húsið hafði áður verið selt góðu fólki, félaginu Sjálfstætt fólk ehf. en eigendur þess eru hjónin Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór Lárusson.

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlýtur hin Evrópsku menningarverðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleiða - Europe Nostra verðlaunin 2016

Brussel/Haag, 7 Apríl 2016 – Evrópusambandið og Europa Nostra tilkynntu í dag sigurvegara Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunanna árið 2016, en þetta er stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. Verðlaunahafarnir, sem eru 28 talsins og frá 16 löndum, hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. Í fyrsta sinn eru verðlaunin nú einnig veitt til framúrskarandi verkefnis frá Íslandi: Endurbyggingar og umbreytingar Franska Spítalans á Fáskrúðsfirði í safn.