Fréttir

Stóra Sel auglýst til sölu

Húsið Stóra Sel við Holtsgötu 41 er komið á sölu hjá Eignamiðlun.

Friðheimar og bryggjuskúr í Flatey

Minjavernd hefur nú lokið við byggingu tveggja húsa í Flatey á Breiðafirði. Um er að ræða geymsluhús staðsett á ferjubryggju og 7 herbergja nýbyggingu þar sem er snyrting, gott alrými og eldhús. Nýbyggingin hefur hlotið nafnið Friðheimar. Húsin voru reist í tengslum við þann rekstur sem fyrir er í gömlum pakkhúsum félagsins í Flatey.

Lækjargata 10

Undir lok liðins árs seldi Minjavernd húseign sína Lækjargötu 10 í Reykjavík til Íslandshótela hf. Minjavernd keypti húsið af Íslandsbanka árið 2014. Það var gert í ákveðinni samvinnu við Íslandshótel sem keyptu á sama tíma aðrar eignir á reitnum, hús Íslandsbanka að Lækjargötu 12 og Vonarstræti 4b. í sameiningu keyptu aðilar síðan húseignina að Skólabrú 2 og að lokum keyptu Íslandshótel af Reykjavíkurborg Vonarstræti 4. Aðilar hafa síðan átt farsælt samstarf um skipulag svæðisins í heild. Markmið með samstarfi þessu var að leita leiða til heildstæðrar uppbyggingar á reitnum öllum hvar tillit yrði tekið til þeirra gömlu húsa sem fyrir voru um leið og byggð yrði nýbygging á þeirri lóð sem hús Íslandsbanka stóð og þá beggja megin þess. Það er ekki auðvelt mál að finna niðurstöðu slíkrar uppbyggingar. Taka þarf tillit til praktískra sjónarmiða, umtalsverðs fjármagns, útlits fortíðar og framtíðar og ekki hvað síst þess að öllum að óvörum kom í ljós við fornleifarannsókn víkingaaldarskáli, landnámsbær með umtalsverðum minjum sem náðu yfir allar þessar lóðir að segja má. Vitaða var fyrir að á svæðinu milli húss Íslandsbanka og Lækjargötu 10 stóð áður torfbær, Lækjarkot. Sökum þess þurfti að ráðast í rannsókn á hvort einhver ummerki mætti finna um hann. Þau fundust sem sé og gott betur. Í ljós kom skáli sem náði frá norðurgafli húss Íslandsbanka til norðurs, undir Skólabrú 2 og Lækjargötu 10 og undir götuna Skólabrú. Hluti hans hafði verið grafinn burtu við byggingu húsanna sem ofan á stóðu, en eftir sem áður voru leifar hans stórar sjáanlegar og hefur hann verið töluvert stærri en skálinn sem fannst við uppbyggingu Minjaverndar og Þyrpingar á hornlóðum Aðalstrætis og Túngötu, hvar nú er sýning á þeirri rúst á vegum Reykjavíkurborgar. Á þeim tímamótum þegar fyrirséð var hvernig heildaryfirbragð svæðisins yrði, seldi Minjavernd Íslandshótelum sem áður sagði húseignina Lækjargötu 10. Íslandshótel hafa sýnt því mikinn áhuga að draga fram sögu við allt þetta starf og fyrirhugað er að gera fundi víkingaaldarskálanns góð skil. Unnið er nú í góðu samstarfi Íslandshótela við opinbera aðila að hönnun húss yfir skálann og fyrirkomulagi á sýningu um hann sem hugsanlega mun ná yfir í gömlu húsin í kring. Þetta er kostnaðarsamt verkefni og flókið og til þessa hafa ekki komið neinir fjármunir úr opinberum sjóðum til þess. Minjavernd vill þakka Íslandshótelum, forsvarsaðilum þar á bæ, sem öðrum þeim sem komið hafa að máli og lagt hönd á plóg til þess að þetta verkefni varð að veruleika.

Húsnæði Franska spítalans selt.

Minjavernd hf. seldi undir lok ársins 2018 öll hús sem félagið endurbyggði á Fáskrúðsfirði í tengslum við verkefnið Franski spítalinn. Kaupandinn er félagið Austureignir ehf. en Íslandshótel hf munu áfram reka þar hótel undir nafninu Fosshótel Austfirðir

Litbrigði húsanna

Litbrigði húsanna – saga Minjaverndar hf. Um margra ára bil hefur staðið til að taka saman yfirlit yfir verkefni Minjaverndar hf. Það þykir eðlilegur hluti hvers endurbyggingarverkefnis að taka saman upplýsingar, fróðleik og lýsingu á verkefni.

Nýbyggingar í Flatey

Minjavernd er nú að reisa tvær nýbygginar í Flatey við Breiðafjörð.

Gröndalshús

Sigurður Jónsson járnmiður lét byggja húsið 1882 að Vesturgötu 16 b og hafði járnsmiðju sína í austurhluta neðri hæðar hússins.

Gamla Apótekið, endurbyggingu lokið.

Minjavernd hefur nú lokið við endurbyggingu Gamla Apóteksins. Verkinu lauk í ágúst 2017. Húsið hafði áður verið selt góðu fólki, félaginu Sjálfstætt fólk ehf. en eigendur þess eru hjónin Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór Lárusson.

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlýtur hin Evrópsku menningarverðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleiða - Europe Nostra verðlaunin 2016

Brussel/Haag, 7 Apríl 2016 – Evrópusambandið og Europa Nostra tilkynntu í dag sigurvegara Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunanna árið 2016, en þetta er stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. Verðlaunahafarnir, sem eru 28 talsins og frá 16 löndum, hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. Í fyrsta sinn eru verðlaunin nú einnig veitt til framúrskarandi verkefnis frá Íslandi: Endurbyggingar og umbreytingar Franska Spítalans á Fáskrúðsfirði í safn.

Gamla apótekið flutt til baka

Gamla apótekið var í dag flutt til baka að Aðalstræti 4