Ólafsdalur

Í Ólafsdal hefur framvinda verið nokkuð stöðug undanfarið ár. Unnið hefur verið að endurbyggingu og endurgerð fjögurra húsa sem fyrir voru. Smíðastofu, Mjólkurhúss, Fjóss og Haughúss. Jafnframt hafa verið reistar tvær byggingar sem ekki voru fyrir, Jarðskemma nokkru frá húsunum og Lækjarhús sem hýsa mun lager og tæknirými svæðisins. Endurbyggingu þessara húsa allra mun ljúka á árinu 2022. Jafnframt er hafin vinna við viðgerðir og endurbyggingu Skólahússins sjálfs, en því verki mun ljúka á árinu 2023. Samhliða þessum framkvæmdum mun á næstu tveim árum vera unnið við stígagerð um Ólafsdal, formleifauppgröft víkingaaldarskála innar í dalnum og uppsetningu á merkingum og upplýsingum um líf og starf í dalnum frá upphafi landnáms til nútíma. Að þessum framkvæmdum öllum loknum er stefnt að upphafi síðari áfanga uppbyggingar í Ólafsdal, endurbyggingu á Gamla skólahúsinu, Hjalli, Hlöðu og Hesthúsi.

Myndir