Markmið Minjaverndar

asdfMarkmið með rekstri Minjaverndar er að „stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvistarleyfa hvarvetna á Íslandi í viðtækasta skilningi“ eins og segir í stofnsamingi. Verkefni geta því verið af fjölþættum toga. Jafnframt er félaginu ætlað að horfa til heildstæðra lausna í endurgerð húsa og götumynda.  Félaginu er ætlað að starfa á eigin grunni, þ.e. því er ekki ætlað að vera á föstu framfæri hins opinbera, hvorki ríkis eða borgar. Það hefur því kjarnan af sínu lifibrauði af rekstri þeirra húsa sem félagið hefur endurbyggt og á, eða jákvæðum afrakstri verkefna sem það hefur endurgert hús og selt. Minjavernd hefur bæði starfað að verkefnum sem vísvitandi hefur verið ætlað að skila arði sem og verkefnum sem vitað var að þyrfti að greiða með í framkvæmd.  Verkefni félagsins hafa verið um 70 talsins frá upphafi og hafa verið bæði í þéttbýli sem dreifbýli, í Reykjavík sem á landsbyggð.