Stórasel

StoraselSels er fyrst getið sem sel frá jörðinni Vík árið 1367. Það tilheyrði Seltjarnanesi fram til 1835 en var þá lagt undir Reykjavík. Á 19 öldinni fara að rísa í landi Sels fleiri tómthúsbýli og nefna má Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Miðsel hefur verið rifið  og Ívarssel flutt í Áræbjarsafn, en Jórunnarsel og Litalsel standa enn sambyggð við Vesturgötu.

Stórasel er nú tvöfaldur steinbær, sá eini sem eftir stendur í Reykjavík. Hann var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafa staðið torfhús á þessum stað um aldir. Húsið er orðið ákaflega hrörlegt og hengdar hafa verið við það viðbyggingar af fjölbreyttum toga. Hluti hlaðinna veggja hefur jafnframt verið rifinn.

Reykjavíkurborg og Minjavernd hafa gert með sér samning um yfirtöku og endurbyggingu Stórasels. Minjavernd hefur fengið ARGOS ehf. Arkitektarstofu Grétars og Stefáns til liðs við mælingar og teikningar að endurgerð.

Framkvæmd verður fornleifarannsókn undir húsinu og í framhaldi verður ráðist í endurbyggingu þess. Húsið verður íbúðarhús.

 myndir