Húsin í heiðinni

Verkefnið samanstóð af endurgerð þriggja fjallakofa sem reistir voru þegar símalína var lögð frá Seyðisfirði til Reykjavíkur sumarið 1906. Eitt húsana stendur á miðri Smjörvatnsheiði og kostaði Siminn endurgerð þess á 2006 í góðu samstarfið við Minjavernd. Hin húsin standa sitt hvoru megin við Dimmafjallagarð, annað í suðvestanverðu fjallinu Haug en það er einnig talið elsta húsið reist 1905 og  hitt að Uðrum, nær miðja vegu milli Grímsstaða á Fjöllum og Vopnafjarðar.

Undirbúningur þessa verks hófst 2001 og næstu tvö árin voru farnar könnunarferðir að öllum hússtæðunum og aflað fanga um upphaflega gerð húsanna og notkun þeirra. Árið 2004 var húsinu við Haug komið fyrir að nýju á sínum stað. Húsið á Urðum var endurgert 2005 og húsið á Smjörvatnsheiði reist 2006. Á árinu 2007 lauk Minjavernd við að koma fyrir í því innanstokksmunm og það gert klárt til notkunar.

Húsin eru öll í umsjá og eigu heimamanna. Ferðaklúbburinn 4x4 á Austurlandi hefur umsjón með húsinu á Smjörvatnsheiðið og Björgunarsveitin Vopni annast húsin við og Haug og á Urðum. Þau nýtast um framtíð sem skjól og gistiaðstaða ferðalanga jafnframt því sem þau eru björgunarskýli. ARGOS ehf arkitektastofa annaðist teikningar að húsunum.