29.10.2019
Uppbygging fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal er hafin. Unnið hefur verið að endurbótum á aðalbyggingu, mjólkurhúsi, fjósi og skemmu. Eins hefur farið fram fornleifauppgröftur í dalnum. Nýlega var borað eftir heitu vatni í Ólafsdal sem kemur að góðum notum.
21.08.2019
Húsið Stóra Sel við Holtsgötu 41 er komið á sölu hjá Eignamiðlun. Vel heppnaðri endurbyggingu Stóra Sels er lokið og er áhugasömum bent á að hafa samband við Kjartan hjá fasteignasölunni Eignamiðlun.
11.04.2019
Minjavernd hefur nú lokið við byggingu tveggja húsa í Flatey á Breiðafirði. Um er að ræða geymsluhús staðsett á ferjubryggju og 7 herbergja nýbyggingu þar sem er snyrting, gott alrými og eldhús. Nýbyggingin hefur hlotið nafnið Friðheimar.
Húsin voru reist í tengslum við þann rekstur sem fyrir er í gömlum pakkhúsum félagsins í Flatey.
07.03.2019
Undir lok liðins árs seldi Minjavernd húseign sína Lækjargötu 10 í Reykjavík til Íslandshótela hf. Minjavernd keypti húsið af Íslandsbanka árið 2014.
25.02.2019
Minjavernd hf. seldi undir lok ársins 2018 öll hús sem félagið endurbyggði á Fáskrúðsfirði í tengslum við verkefnið Franski spítalinn. Kaupandinn er félagið Austureignir ehf. en Íslandshótel hf munu áfram reka þar hótel undir nafninu Fosshótel Austfirðir