Fréttir

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlýtur hin Evrópsku menningarverðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleiða - Europe Nostra verðlaunin 2016

Brussel/Haag, 7 Apríl 2016 – Evrópusambandið og Europa Nostra tilkynntu í dag sigurvegara Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunanna árið 2016, en þetta er stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. Verðlaunahafarnir, sem eru 28 talsins og frá 16 löndum, hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. Í fyrsta sinn eru verðlaunin nú einnig veitt til framúrskarandi verkefnis frá Íslandi: Endurbyggingar og umbreytingar Franska Spítalans á Fáskrúðsfirði í safn.