Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlýtur hin Evrópsku menningarverðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleiða - Europe Nostra verðlaunin 2016

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði

 

Brussel/Haag, 7 Apríl 2016– Evrópusambandið og Europa Nostra tilkynntu í dag sigurvegara Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunanna árið 2016, en þetta er stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. Verðlaunahafarnir, sem eru 28 talsins og frá 16 löndum, hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. Í fyrsta sinn eru verðlaunin nú einnig veitt til framúrskarandi verkefnis frá Íslandi: Endurbyggingar og umbreytingar Franska Spítalans á Fáskrúðsfirði í safn.

Óháðar dómnefndir skipaðar sérfræðingum völdu sigurvegarana úr hópi 187 umsókna sem sendar voru inn af samtökum og einstaklingum frá 36 Evrópulöndum. Þá verða veitt sérstök verðlaun úr niðurstöðum netkosninga sem nú hefur verið opnað fyrir, þar sem almenningur getur kosið sinn sigurvegara og stutt verðlaunahafa, hvort sem er úr sínu eigin landi eða öðru Evrópulandi.

Verkefnið fólst í endurbyggingu og flutningi Franska spítalans til Fáskrúðsfjarðar þar sem hann var upprunalega byggður. Auk spítalans voru kapella, sjúkraskýli og Læknishús á sama stað, sem einnig voru gerð upp eða endurbyggð.  Nafn spítalans má rekja til stofnunar hans árið 1904 til að sinna fjölda franskra sjómanna sem veiddu við strendur Íslands í um 400 ár. Við upphaf síðari heimstyrjaldarinnar hættu þeir siglingum til Íslands. Þrátt fyrir tilraunir bæjarfélagsins til að halda spítalanum gangandi var honum fljótt lokað og húsið flutt yfir fjörðinn og breytt í íbúðarhús.  Árið 1980 var húsið endanlega yfirgefið og lagðist í eyði. Uppbyggingarverkefnið, sem hófst árið 2009, fólst í samstarfi arkítekta, verkfræðinga og handverksmanna Minjaverndar og innan bæjarfélagsins undir stjórn Minjaverndar.

Þetta var stórt verkefni með það að markmiði að endurlífga þetta markverða tímabil í sögu bæjarfélagsins með því að breyta spítalanum í hótel og safn til minningar um hinn mikla fjölda sjómanna sem fórust við strendur Íslands og á spítalanum. Virðing var borin fyrir upprunalegum efniviði og handverki við endurbyggingu hússins, timbur úr gömlu byggingunni var endurnýtt og gömlu handverki beitt til hins ítrasta. “Verkefnið endurvekur ákveðið tímabil í Evrópskri sögu með því að rifja upp þessa tengingu milli Frakklands og Íslands. Samstarfshópurinn hefur lagt sig fram um að varðveita þessa merku og viðkvæmu byggingu sem og hina áhugaverðu arfleifð sem hún stendur fyrir“, sögðu dómarar verkefnisins.

“Endurgerð byggingar eins og Franska spítalans fyrir ólíka starfsemi er vandasamt verk. Úrlausn og úrræðasemi samstarfshópsins er sérlega góð. Sú ákvörðun að blanda saman upplýsandi safni og fallegu hóteli er mark um virðingu hópsins fyrir sögu hússins og áherslu þeirra á að auka aðgengi allra að arfleifð hennar.“ Byggingin er staðsett í stórbrotnu og fallegu landslagi Fáskrúðsfjarðar og hefur laðað ferðamenn að þorpinu og þar með endurvakið stöðu þess sem athvarf fyrir þá sem eru langt að heiman.

Evrópsku menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunin

 

Evrópsku menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/ Europa Nostra verðlaunin voru stofnuð af Evrópusambandinu árið 2002 og hafa verið rekin af Europa Nostra frá upphafi. Verðlaunin halda upp á og efla gott fordæmi í tengslum við varðveitingu menningar, rannsóknarvinnu, umönnun, sjálfboðastörf, fræðslu og upplýsingamiðlun. Með þessu móti ýtir þetta átak undir skilning almennings á mikilvægi menningararfleifðar fyrir Evrópskt samfélag og hagkerfi. Verðlaunin eru styrkt af átaki Evrópusambandsins, Skapandi Evrópa.

Undanfarin 14 ár hafa samtök og einstaklingar frá 39 löndum skilað inn 2,540 umsóknum. Spánn hefur skilað inn flestum umsóknum, með 480 verkefni og í öðru sæti er Bretland, með 276 umsóknir. Ítalía er í þriðja sæti (239 umsóknir), Þýskaland í fjórða (190 umsóknir), og Frakkland í því fimmta (114 umsóknir). Þegar kemur að vinsælustu flokkunum hafa flest verkefnin tengst varðveislu (1,524 talsins), því næst fræðslu, þjálfun og upplýsingamiðlun (378), þá rannsóknum (319), og síðast en ekki síst framlagi þjónustu til menningararfleifðar (297).

Frá árinu 2002 hafa óhaðar dómnenfdir kosið 426 verðlaunahafa frá 34 löndum. Í samræmi við fjölda umsókna er Spánn efst á lista með 59 verðlaun. Bretland er í öðru sæti með 58 verðlaun, Ítalía er svo í þriðja sæti (33 verðlaun), Þýskaland í fjórða (28 verðlaun), og Grikkland í því fimmta (25 verðlaun). Verðlaun á hvern flokk skiptast þannig: Verkefni tengd varðveislu (256), verkefni tengd framlagi þjónustu til menningararfleifðar (63), Fræðsla, þjálfun og upplýsingamiðlun (55) og síðast en ekki síst, rannsóknaverkefni (52).

88 verkefni hafa hlotið fyrstu verðlaun, að verðmæti€10,000 fyrir framúrskarandi átök um menningararfleifð.

Evrópsku menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/ Europa Nostra verðlaunin hafa styrkt menningarsvið Evrópu með því að leggja áherslu á gott fordæmi og hafa ýtt undir samvinnu og uppfræðslu milli ríkja, víkkandi samskiptanet hinna ýmsu aðila. Sigurvegarar hafa einnig hlotið mikinn kost af þessu átaki, meðal annars í tengslum við aukna alþjóðlega reynslu, áframhaldandi fjárveitingar og aukinn fjölda gesta. Auk þessa hefur átakið eflt þekkingu almennings á evrópskri menningararfleifð. Verðlaunin eru því kjörin leið til að upphefja evrópska menningu.

Europa Nostra

Europa Nostra er þver-evrópskt bandalag óháðra samtaka um menningararfleið, sem njóta stuðnings víðs nets fyrirtækja og einstaklinga. Bandalagið, sem var stofnað árið 1963, teygir anga sína til 40 landa í Evrópu. Það starfar sem rödd samfélags sem hefur tileinkað sér það markmið að vernda og kynna net menningararfleiðar í Evrópu, og er viðurkennt sem fjölmennasta fulltrúanet menningararfleiðar í álfunni. Hinn heimsfrægi óperusöngvari og hjómsveitastjóri Plácido Domingo er forseti bandalagsins. Europa Nostra vinnur að því að bjarga menningarverðmætum sem eru í hættu, minnisvörðum og landslagi, og ber þar sérstaklega að taka fram verkefni sem ber heitið ‘Þau 7 sem eru í mestri útrýmingarhættu'. Bandalagið fagnar framúrskarandi vinnu með því að veita Evrópsku menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunin. Það veitir einnig framlag til mótunar og framkvæmda á evrópskum áætlunum og stefnum tengdum menningararfleið, í gegnum formfast samtal við evrópskar stofnanir og samstillingu við Evrópsku arfleiðarsamtökin 3.3.

Skapandi Evrópa

 

Skapandi Evrópa (e. Creative Europe) er ný áætlun á vegum Evrópusambandsins, sköpuð til þess að styðja menningartengda- og skapandi geira, og gera þeim þannig kleift að auka við framlag sitt til atvinnusköpunar og vaxtar. Með heildarúthlutun upp á 1.46 milljarða evra á árunum 2014-2020, styður Skapandi Evrópa við samtök á sviði menningararfleiðar, sviðslista, myndlistar, þverfaglegra lista, útgáfu, kvikmynda, sjónvarps, tónlistar og tölvuleikja, auk tugþúsunda listamanna, og starfsmanna á sviði menningarlegrar og margmiðlunar sköpunar. Fjárveitingin mun gera þeim kleift að starfa um alla Evrópu, ná til nýrra áhorfenda og áheyrenda, og þróa áfram þá færni sem stafræn menning krefst af þeim.

Féttatilkynninguna í heild sinni:
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlýtur hin Evrópsku menningarverðlaun fyrir verkefni á sviði menningararfleiða - Europe Nostra verðlaunin 2016

Hér má fræðast í bæði mál og mynd um uppbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði

Minjavernd á einnig möguleika á vinna verðlaun sem heita "Public Choice awards" en með þeim gefst almenningi kostur á að velja sitt verkefni.