Fréttir

Friðheimar og bryggjuskúr í Flatey

Minjavernd hefur nú lokið við byggingu tveggja húsa í Flatey á Breiðafirði. Um er að ræða geymsluhús staðsett á ferjubryggju og 7 herbergja nýbyggingu þar sem er snyrting, gott alrými og eldhús. Nýbyggingin hefur hlotið nafnið Friðheimar. Húsin voru reist í tengslum við þann rekstur sem fyrir er í gömlum pakkhúsum félagsins í Flatey.