Fréttir

Flutningur húss að Starahaga

15. apríl 2020 var uppgert hús sem áður var staðsett á Laugavegi 36 flutt að Starhaga 1. Minjavernd hefur unnið að uppbyggingunni og verður húsið tilbúið haustið 2020. Húsið er selt.

Stóra Sel selt

Gengið hefur verið frá sölu á Stóra Seli. Endurbyggingu hússins lauk síðla árs 2019 og fór húsið á sölu í framhaldi. Nýjum eigendum er óskað til hamingju með þetta sérstaka og fallega hús.

Starhagi 1

Minjavernd hefur unnið að uppbyggingu húss sem mun rísa á Starhaga 1. Húsið mun koma í sölu í apríl 2020. Húsið stóð áður á Laugavegi 36 en hefur verið gert upp frá grunni.