10.11.2014
Umfjöllun um endurbyggingu Franska spítalans
15.10.2014
Minjavernd hefur hafið framkvæmdir við endurbyggingu á Gamla apótekinu við Aðalstræti 4, Akureyri.
17.09.2014
Framkvæmdir eru hafnar við Vesturgötu 5b þar sem Gröndalshús mun eiga sinn framtíðarstað.
31.07.2014
Minjavernd hefur gefið út ritið Frakkar á Íslandsmiðum eftir Pétur Gunnarsson
26.07.2014
Í dag var Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði formlega opnaður, þar með lauk einu stærsta verkefni sem Minjavernd hefur ráðist í.
12.05.2014
Þann 1. júní opna Fosshótel formlega hótelið í Franska spítalanum.
10.06.2013
Það var tilkomumikil sjón að sjá Frönsku skútun I´Étoile sigla þöndum seglum inn Fáskrúðsfjörðinn síðastliðinn föstudag. Um borð í skútun voru franskir sjóliðar en skútan er skólaskip franska sjóhersins. Tilgangur heimsóknarinnar er að styrkja bönd Frakka og Austfirðinga, meðal þess sem frönsku sjóliðsforingjaefnin gerðu var að skoða framkvæmdir Minjaverndar við endurbyggingu húsaþyrpingarinnar í kringum Franska spítalann.
19.04.2013
Þriðjudaginn 9. apríl voru góðir gestir á ferð um Fáskrúðsfjörð, þar var komin sendinefnd frá Graveline sem er vinabær Fáskrúðsfjarðar til að skoða þær framkvæmdir sem Minjavernd stendur fyrir. Hópurinn fékk leiðsögn um svæðið og hvert hús skoðað að innan sem utan ásamt því að fá kynningu á safninu sem kemur til með að vera í undirgangi og í Læknishúsinu.
16.04.2013
Fimmtudaginn 11. apríl var umfjöllun á N4 í þættinum Glettur - Austurland hjá Gísla Sigurgeirssyni um Franska spítalann, í þættinum er sýnt hvernig hvernig framvinda verkefnisns hefur gengið og tekinn viðtöl við nokkra starfsmenn Minjaverndar.
24.09.2012
Á síðasta fimmtudag þann 20. september fékk Franski spítlainn ljómandi fína umfjöllun í þættinum Glettur að austan hjá Gísla Sigurgeirssyni, en þar fjallað um uppbyggingu Minjaverndar á Franska spítalanum.