Franski spítalinn formlega opnaður

Í dag var Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði formlega opnaður, þar með lauk einu stærsta verkefni sem Minjavernd hefur ráðist í.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ásamt Þresti Ólafssyni stjórnarformanni Minjaverndar og Björgvini Páli Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðarbyggðar leiddu opnunarhátíð þar sem forsetinn festi skjöld Minjaverndar á húsin. Meðal viðstaddra voru Marc Bou­teiller, sendi­herra Frakk­lands á Íslandi, Berg­lindi Ásgeirs­dótt­ur, sendi­herra Íslands í Frakklandi, Li­o­nel Tar­dy, for­manni frönsk-ís­lensku sam­starfs­nefnd­ar franska þjóðþings­ins, Jean-Yves de Chaisemart­in, borg­ar­tjóra í Paimpol, Michèle Kerckhof, vara­borg­ar­stjóra Gra­vel­ines og fleir­um.

Það eru um fimm ár síðan Minjavernd lagði af stað í þetta stóra verkefni og hafa húsin fimm verið endurbyggð með arfleið franskar sjómanna og samskipti við heimamenn að leiðarljósi. Húsin hafa nú endurheimt sinn fyrri sess í bæjarmynd Fáskrúðsfjarðar í nýju hlutverki. Í Franska spítalanum, Læknishúsi, Líkhúsi og Skjúkraskýli er starfrækt hótel ásamt safninu Fransmenn á Íslandi. Kapellan er eina húsið sem gegnir sínu upprunalegu hlutverki sem guðshús og var hún blessuð í morgun af bróðir David Tencer kapúsínamunk á Reyðarfirði.

Forsetinn opnaði einnig formlega safnið Fransmenn á Íslandi en safnið er staðsett í anddyri Læknishúsins og í undirgöngum sem tengja Læknishúsið við Franska spítalann. Á safninu er sýningin Frakkar á Íslandsmiðum en sýningin gefur innsýn í veru og aðbúnað franska sjómanna, þar sem má einnig sjá Haf minningana sem er margmiðlunarverk hannað af Gagarín og er tileinkað frönskum sjómönnum sem fórust við Íslandsstrendur. Hönnuður sýningarinnar er Árni Páll Jóhannsson, leikmyndahönnuður.