Frakkar á Íslandsmiðum

Frakkar á Íslandsmiðum
Frakkar á Íslandsmiðum


Nú í júlí gaf Minjavernd út ritið Frakkar á Íslandsmiðum eftir Pétur Gunnarsson, ritið er einnig gefið út á frönsku undir heitinu La Grande Péche des Français sur les bances d'Islande.

"Fiskveiðar Frakka við Ísland heyra nú sögunni til. Hetjusögur þegar horft er til erfiðisins, harmsögur með tilliti til fórnanna, menningarsögu frá Íslandi séð. Því þótt Íslendingar væru lengst af áhorfendur uppgripanna voru þeir lika njótendur, ekki síst heilbrigðisþjónustu sem Frakkar komu hér á fót til að þjónusta flota sinn. Eða hvað skyldu þrjú hátæknisjúkrahús þeirra tíma kosta framreiknuð til nútímans? Í þokkabót fyrstu sjúkrastofnanir, ekki aðeins sinna landsfjórðunga, heldur landsins alls„ (Pétur Gunnnarsson, 2014).

Ritið er fáanlegt á safninu í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði og sem stendur er hægt að panta það í gegnum netfangið minjavernd@minjavernd.is, ritið mun svo verða fáanlegt í verslun Máls og Menningar á Laugavegi.