Fosshótel opna hótel í Franska spítalanum

Um þessar mundir er allt á fullu í Franska spítalanum við undirbúning fyrir opnum hótelsins. Formlega opnun þess verður þann 1. júní. Hótelið er 26 herbergja og er staðsett í Franska spítalanum, Læknishúsinu og sjúkraskýlinu. Á jarðhæð spítalans með útsýni yfir fjörðinn opnar einnig veitingastaðurinn L'Apri.