Framkvæmdir við Gamla apótekið Akureyri

Uppsláttur fyrir vegg
Uppsláttur fyrir vegg

Gamla apótekið við Aðalstræti 4, Akureyri á sér afar merka sögu og verður það gert upp sem næst upprunalegri myndi. Í húsinu verða fjórar íbúðir. Framkvæmdir eru hafnar og  fyrstu skrefin eru að steypa vegg við lóðarmörk til að tryggja að jarðvegurinn undir húsinu skríði ekki af stað. Í framhaldi verður allt hreinsað út í húsinu til að styrkja stoðir þess. Allt efni, svo sem panill, listar ofl. verður tekið niður hreinsað og endurnýtt við endurbyggingu.