Heimsókn frá Graveline í Frakklandi

Þriðjudaginn 9. apríl voru góðir gestir á ferð um Fáskrúðsfjörð, þar var komin sendinefnd frá Graveline sem er vinabær Fáskrúðsfjarðar til að skoða þær framkvæmdir sem Minjavernd stendur fyrir.  Hópurinn fékk leiðsögn um svæðið og hvert hús skoðað að innan sem utan ásamt því að fá kynningu á safninu sem kemur til með að vera í undirgangi og í Læknishúsinu.
Graveline kemur til með að leggja verkefninu lið með því að leggja til hluti sem segja sögu um veru franskra sjómanna við Fákskrúðsfjörð í byrjun 19 aldar.

Á myndinn hér til vinstri má sjá sendinefndina ásamt fulltrúm Minjaverndar og Fjarðarbyggðar

Hér má einnig sjá viðtal sem RÚV tók við Michèle Kerckohof borgarstjóra menningarmála Gravelines og sýnt var í fréttum þann 18. apríl  http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18042013/heidar-minningu-franskra-sjomanna