Hegningarhús verklok utanhúss

Minjavernd hefur unnið að utanhússviðgerðum á Hegningarhúsinu undanfarið og er að líða að verklokum utanhúss.
Stefnt er að því að verklok verði í lok nóvember og er unnið að því að  fjarlægja vinnuskýli og palla.
Undirbúningur er hafinn að innanhússvinnu Hegningarhússins og verður spennandi að sjá framvinduna þar.