Undirritun samkomulags Minjaverndar við ríkissjóð Íslands og Ólafsdalsfélagið

Í dag undirrituðu Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Minjaverndar, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherrra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagins samkomulag við Minjavernd um endurreisn bygginga menningarlandslags í Ólafsdal.

Í samkomulaginu veitir ríkissjóður Minjavernd viðtöku lands og eigna í Ólafsdal þar sem Torfi Bjarnason stofnaði 1880 fyrsta búnaðarskóla á Íslandi. Með samkomulaginu tekur Minjavernd að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur þau hús sem uppi standa enn að einhverju leiti ásamt því að endurgera þau hús sem áður stóðu og tengdust rekstri skólans. Horft er til þess að í húsunum og á svæðinu í heild verði rekin menningartengd ferðaþjónusta, en samhliða verði komið upp sýningu og upplýsingum um það skólastarf sem fór fram og þeim áhrifum sem það hafði á samfélgið.

Myndir frá undirritun í Ólafsdal