Nýbyggingar í Flatey

Nýbygging Flatey
Nýbygging Flatey

Minjavernd er nú að reisa tvær nýbyggingar  í Flatey á Breiðafirði. Báðar eru hugsaðar til að styrkja þann rekstur sem fyrir er í Samkomkuhúsi, Stórapakkhúsi og Eyjólfspakkhúsi í Flatey. Þar hefur nú verið rekið sumarhótel og veitingasala frá 2006 við þröngan kost. Úr því er ætlun að bæta með þessum byggingum sem standa vestantil á eynni. Framkvæmdir hófust á árinu 2017 og verður byggingu beggja húsanna lokið fyrir sumarrekstur 2019.