Hegningarhúsið

Ríkiseignir og Minjavernd hafa gert með sér samning hvar Minjavernd tekur að sér að hafa umsjón með og að vinna við endurbætur á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var byggt 1872 og stórhýsi á sínum tíma, um 930 fermetrar að grunnfleti. Það hefur ekki fengið viðhald sem heitir í heila öld og er farið að láta töluvert á sjá. Sá áfangi verksins sem samið hefur verið um er viðgerð hússins að ytra byrði, viðgerðir á múrhleðslu þess, gluggum, hurðum og þökum. Jafnframt hefur gengið frá jarðvegsskiptum í fangelsisgarði og tekin hafa verið inn ný inntök og frárennsli. Verkið hófst á miðju ári 2020 og stefnt er að verklokum síðsumars 2021.

Myndir