Gamla Apótekið, endurbyggingu lokið.

Apótekið á Akureyri
Apótekið á Akureyri

Minjavernd hefur nú lokið við endurbyggingu Gamla Apóteksins. Verkinu lauk í ágúst 2017. Húsið hafði áður verið selt góðu fólki, félaginu Sjálfstætt fólk ehf.  en eigendur þess eru hjónin Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór Lárusson.  Við sölu hússins var fyrra fyrirkomulagi varðandi endurbyggingu hússins breytt lítillega. Í stað þess að hafa í því fjórar íbúðir var ákveðið að hafa íbúðirnar þrjár. Jafnframt var ráðist í breytingar á deiliskipulagi og er nú heimilt að leigja þar út vandaðar íbúðir til ferðamanna. Lóð hússins og umhverfi þess var allt lagfært, áður var gömuð hleðsla við brekkufót neðan hússins og því þótti rétt að hafa þar grjóthlaðinn vegg . Húsið er nú staðarprýði og sómir sér vel í húsa og bæjarmynd.

Myndir