Húsflutningur við Grettisgötu

Tilkynning um flutning húsa – ósk um samvinnu vegna bílastæða

Reykjavík, 4. febrúar 2015

Ágæti íbúi,

Fimmtudaginn 5. febrúar verða tvö hús flutt frá Grettisgötu. Grettisgata 17 og bakhús að Laugavegi 36. Koma þarf flutningstækjum að húsunum og lyfta þeim á flutningabíla. Af þeim sökum verður Grettisgötu lokað frá kl.12:00 á milli Frakkastígs og Klapparstígs.

Áætlað er að flutningur á húsunum verði eftir kl 17:00. Því þarf að vera búið að fjarlægja allar bifreiðar á flutningsleið fyrir þann tíma. Flutningsleiðin er eftirfarandi:

  • austur Grettisgötu að Barónsstíg,
  • suður Barónsstíg að Bergþórugötu og
  • niður Bergþórugötu að Snorrabraut.

Það er óhjákvæmilegt annað en að færa þá bíla sem verða fyrir og mun Vaka annast það á grundvelli sérstaks framkvæmdaleyfis og í samráði við lögreglu.

Við biðjumst velvirðingar á þessari truflun tilveru, en hún er því miður óhjákvæmileg. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband með skeyti á minjavernd@minjavernd.is eða í síma 5511148.

Með kveðjum, f.h. Reykjavíkurborgar og Minjaverndar hf.
Þorsteinn Bergsson