Aðalstræti 12

Samkvæmt skoðunargerð frá árinu 1759 stóðu tvö torfhús tengd við það þriðja á lóðinni Aðalstræti 12 og voru þau notuð undir klæðavefnaðarhús Innréttinganna. Húsið brann þó árið 1764 og nýtt grindarhús úr timbri var reist fyrir vefnaðastofur fyrirtækisins. Það hús var samtengt húsinu að Aðalstræti 10. Um aldamótin 1800 eignaðist Petræus kaupmaður húsið en lét síðan rífa það 10 árum síðar og var lóðin óbyggð allt til ársins 1889 þegar Matthías Johannessen kaupmaður reisti þar nýtt tvílyft timburhús í norskum stíl sem stóð á steinkjallara. Húsið var hið glæsilegasta og eitt af þeim fyrstu sem smíðuð voru í þessum stíl í Reykjavík.

Árið 1901 keypti Augusta Svendsen kaupkona húsið og rak þar hannyrðaverslun. Síðar eignuðust Silli og Valdi húsið árið 1942 en húsið brann á nýársdag árið 1977. Lengi var aðeins bílastæði á lóðinni en á árið 1997 hófst mikil uppbygging á þessu svæði sem var í höndum Minjaverndar.  Uppbygging þessi hófst með flutningi á húsinu Ísafold frá Austurstræti 8 á lóð Austurstrætis 12 og endurgerð þess sem lauk 1999.

Myndir