Franska skútan I´Étoile til Fáskrúðsfjarðar

Það var tilkomumikil sjón að sjá Frönsku skútun I´Étoile sigla þöndum seglum inn Fáskrúðsfjörðinn síðastliðinn föstudag. Um borð í skútun voru franskir sjóliðar en skútan er skólaskip franska sjóhersins. Tilgangur heimsóknarinnar er að styrkja bönd Frakka og Austfirðinga, meðal þess sem frönsku sjóliðsforingjaefnin gerðu var að skoða framkvæmdir Minjaverndar við endurbyggingu húsaþyrpingarinnar í kringum Franska spítalann.

Í meðfylgjandi vefslóð er hægt að sjá þegar skútan siglir inn Fáskrúðsfjörðinn http://www.ruv.is/frett/sigldi-a-fornar-slodir